um völundarhús ehf.
Völundarhús var stofnað 20. júní 2006 af Ástþóri Bjarna Sigurðssyni og Jóhanni Þór Helgasyni.
Aðal starfsemi Völundarhúsa er innflutningur á bjálkahúsum og einingahúsum.
Bjálkahúsin flytjum við inn ósamsett en efnið er allt til sagað eftir málum og heflað. Efnið í húsunum er sérvalin hægvaxta fura og bjálkinn er frá 28mm í allt að 275mm með tvöfaldri nót. Við hjá Völundarhúsum höfum hannað húsin okkar síðan 2006 þannig að þau henti sem allra best fyrir íslenskar aðstæður og þá ekki síst íslenska risjótta veðurfarinu okkar. Það mæðir mikið á hurðum og gluggum í húsunum og þess vegna eru gluggar og hurðir sérframleitt fyrir okkar íslenska markað.
Völundarhús býður upp á fjölmargar gerðir af stöðluðum garðhúsum, gestahúsum og sumarhúsum ásamt því að bjóða viðskiptavinum okkar að koma með eigin teikningar og við gerum þeim tilboð í draumahúsið. Völundarhús býður einnig upp á breytingar á innra og ytra skipulagi á stöðluðum teikningum fyrirtækisins.
Aðalsmerki Völundarhúsa eru gæðavörur sem henta fyrir íslenskar aðstæður og standast tímans tönn.
Maðurinn á bak við tjöldin
Völundarhús er fjölskyldufyrirtæki sem frá stofnun hefur vaxið og tekið breytingum en er nú alfarið rekið sem netverslun með heimilislegum brag. Í brúnni stendur Ástþór Bjarni Sigurðsson og stjórnar á bak við tjöldin en markmið Völundarhúsa hafa frá upphafi verið að tryggja viðskiptavinum hágæða vöru á góðum kjörum og veita þeim góða, persónulega þjónustu.
Ástþór leggur áherslu á að koma til móts við ólíkar óskir viðskiptavina sinna og svarar fyrirspurnum eins ítarlega og mögulegt er, ýmist með tölvupósti (astthor@volundarhus.is) eða í gegnum fésbókarsíðu Völundarhúsa.
Hann tekur einnig glaður á móti símtölum (864-2400) alla virka daga, frá morgni til kvölds og gefur óhikað ráð um húsaval og helstu kosti vöruúrvalsins.
Þegar Ástþór er ekki í vinnunni mætti mögulega finna hann á kóræfingu, í tónlistarskólanum, úti á Garðskaga með eiginkonu, barnabörnum og hundi eða jafnvel í réttum í Bárðardal, þar sem hann sleit barnskónum við sveitastörf á sumrin.
Völundarhús, vel valið fyrir húsið þitt!