Bjálkahús

Við bjóðum upp á bjálkahús til fjölbreyttra nota sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður.

Bjálkahús fyrir þig

Við bjóðum upp á bjálkahús til fjölbreyttra nota sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður, til dæmis einbýlishús, sumarhús, gestahús, sánahús, garðhús, bílskúra og barnahús, svo fátt eitt sé nefnt.

Þú getur valið úr stöðluðum húsum eða komið með þínar eigin teikningar. Við bjóðum einnig upp á breytingar á innra og ytra skipulagi á stöðluðum teikningunum.

Efnislýsingu og valmöguleika er að finna við hvert hús fyrir sig.

Húsin koma ósamsett, en innifalið í verði er allt viðarverk í húsin, hurðar og gluggar með einföldu gleri í garðhúsum og tvöföldu gleri í gestahúsum, og einbýlishúsum. Öll garðhús og gestahús frá Völundarhúsum eru með tvöfaldri nót og 28mm til 90mm bjálka og henta vel fyrir íslenskar aðstæður.

Sumarhúsin og einbýlishúsin úr bjálka koma í 95 – 275mm þykkum bjálka og geta uppfyllt einangrunarkröfur samkvæmt íslenskum byggingareglugerðum sem heilsár íbúðarhús.

Við erum með garðhús og gestahús til sýnis að Bogatröð 25, Ásbrú 262 Reykjanesbæ. Hægt er að skoða húsin þar og sjá úr hverju þau eru gerð

Húsin afhendast ýmist á hafnarbakka í Reykjavík eða hjá Eimskipum í Hafnarfirði.

Viðskipta,- afhendinga- og greiðsluskilmálar

Í upphafi skyldi endinn skoða

Við leggjum mikla áherslu á að samsetning húsanna sé rétt. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum okkar að hafa samband við yfirsmiðinn okkar áður en byrjað er að reisa og eins oft og þurfa þykir.

Hann heitir Marteinn Þór Vigfússon og hann svarar í síma 789-4203 frá 08:00-17:00 virka daga.

HVER ER MUNURINN Á BJÁLKA OG CUTSYSTEM BYGGINGAREFNINU?

Bjálki frá Kuusamo
Kuusamo í Finnlandi bjóða upp á breiða vörulínu af bjálkahúsum. Þeir bjóða upp á bjálka sem hentar bæði fyrir smá og stór verkefni og einnig bjóða þeir upp á hefðbundið útlit.

Hvernig þú hyggst nota bygginguna og hvað þú kýst helst ræður því hvað hentar þér best, bæði tegund og þykkt.

Fyrir einbýlishús mælum við með límtrésbjálka sem kemur í þykktum 202, 230 og 275 mm. 202 mm bjálkinn kemur svo í tveim mismunandi útlitum.

LHM bjálkinn hefur nútímalegt straumlínulagað útlit þar sem bjálkinn leggst yfir neðri bjálkann og því verður áferðin sléttari. Í LHP bjálkanum eru samskeytin meira áberandi og samskeytin að utanverðu eru skáskorin.

LHM 202 x 220 mm

 LMH 230 x 220

LHM 275 x 220 mm

LHM 202 x 220 mm

LHP 202 x 220 mm

Cutsystem byggingarefnið frá Kuusamo
Þar sem það eru staðir þar sem reglugerðir banna byggingu bjálkahúsa þá býður Kuusamo einnig upp á grindar timburhús samhliða bjálkahúsunum. Þessi aðferð gefur möguleika á vistvænu timburhúsi á þeim stöðum þar sem bjálkahús eru ekki leyfð.

Hátækni CNC systemið geri mögulegt að sníða grindar hlutina í nákvæmlega réttar stærðir. CUT system timburhúsin líkjast mjög hefðbundnum bjálkahúsum. Gerð veggjanna ásamt ullar einangruninni gerir byggingunni kleift að anda. Það hjálpar við að halda jöfnum hita og rakastigið innandyra.

Ullar trefjarnar sem notaðar eru sem einangrunarefni eru mjög áhrifaríkar. Þær hjálpa við að halda jöfnum hita og eru einnig hljóðeinangrandi. Uppbygging og samsetningin veggjanna uppfyllir styrkleika- og einangrunarkröfur í flestum löndum Evrópu.

CUTsystem outside covering with log panel

CUTsystem outside covering with laminated log 45 angle corner joint

CUTsystem outside covering with laminated log, cross corner joint

Scroll to Top