fbpx

Fullbúin hús

Hjá okkur færð þú fjölbreytt úrval af fullbúnum heilsárshúsum úr umhverfisvænum efnum sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður.

Fullbúin hús fyrir þig

Umhverfisvæn heilsárshús

Við bjóðum upp á umhverfisvæn heilsárshús frá Eistneska framleiðandanum Eestihouse sem þróað hefur nýja aðferðafræði þar sem sjálfbærni og meðvitund fyrir umhverfinu er höfð að leiðarljósi.

Viðskipta,- afhendinga- og greiðsluskilmálar

Sjálfbærni og meðvitund

Til þess að gera heiminn að betri stað fyrir komandi kynslóðir þá þurfum við að virða umhverfi okkar og fara vel með þær auðlindir sem náttúran hefur upp á að bjóða. Við framleiðslu á húsunum frá Eestihouse eru eingöngu notuð vistvæn og endurvinnanleg efni og í eins litlu magni og frekast er unnt til þess að minnka sóun og hámarka nýtingu þeirra efna sem notuð eru.

Mennska

Eestihouse hafa á að skipa teymi sérfræðinga sem deila nýstárlegri sýn á byggingargeirann þar sem þjónusta, ráðgjöf, samstarf og mennska ræður för þegar heimili eru hönnuð fyrir komandi kynslóðir.

Gæði, hönnun og sköpunargáfa

Hjá Eestihouse fer öll framleiðslan fram á þeirra vegum og framleiðsluferlinu er stýrt frá upphafi til enda til þess að tryggja hámarks gæði á öllum sviðum. Framleiðslan er byggð á stöðluðum einingum sem bjóða jafnframt upp á að þú getir sérsniðið þitt heimili að þínum óskum.

Scroll to Top